Segir af sér vegna hneykslis

Aðstoðarframkvæmdarstjóri bresku hjálparsamtakanna Oxfam hefur sagt af sér vegna hneykslis sem kom upp á dögunum. Starfsmenn samtakanna sitja undir ásökunum um vændiskaup við störf sín á Haítí árið 2011.

Bresku hjálparsamtökin Oxfam hafa setið undir þungum sökum síðustu daga vegna ásakanna um vændiskaup starfsmanna við hjálparstarf. Samtökin eru einnig ásökuð um að hafa reynt að hylma yfir hneykslinu. EPA

Penny Lawrence, aðstoðarframkvæmdarstjóri bresku hjálparsamtakanna Oxfam hefur nú sagt af sér vegna kynlífs hneykslisins sem upp kom á dögunum. Hjálparsamtökin hafa setið þungum sögum, bæði vegna ásakanna um vændiskaup starfsmanna við hjálparstörf á Haítí árið 2011. Eins eru samtökin ásökuð um að hafa reynt að fela upplýsingar um vændiskaupin. Lawrence, sem var einn af stjórnendum hjálparstarfsins á Haítí, sagði fréttastofu BBC að sögusagnir hefðu á þeim tíma gengið um að starfsmenn sem notfærðu sér innfædda kynferðislega. 

Samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins hefur Lawrence sagst skammast sín og taka fulla ábyrgð á hneykslinu sem hefur vakið mikla athygli. Lawrence gekk til liðs við hjálparsamtökin fyrir 12 árum og hefur síðan þá sinnt þar ýmsum störfum. Hún sagði í yfirlýsingu að samtökunum hefði borist ásakanir sem þeim hefði mistekist að fara eftir á fullnægjandi hátt. 

Mark Golding, framkvæmdarstjóri Oxfam hefur viðurkennt að samtökunum hafi mistekist að fylgja eftir kvörtunum gagnvart tilteknum starfsmönnum samtakanna á Haítí. Nefnd góðgerðarmála í Bretlandi hefur hafið rannsókn á samtökunum sem neita því að hafa hylmt yfir með kaupunum. Eins hefur Evrópusambandið krafist að rannsókn á málinu. 

Nánar má lesa um málið á vef BBC.

Tengdar fréttir

Erlent

Notting Hill leik­konan Emma Cham­bers látin

Erlent

Öryggis­ráð SÞ sam­þykkir 30 daga vopna­hlé í Sýr­landi

Erlent

Stór­fyrir­tæki yfir­gefa hags­muna­sam­tök byssu­eig­enda

Auglýsing
Auglýsing

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing