Dóra Jóhanns­dóttir, leik­stjóri Ára­móta­skaupsins, óttaðist það mjög að skaupið síðasta gaml­árs­kvöld yrði hrein­lega leiðin­legt fyrir þær sakir að hún var hætt að drekka og þess utan komin á ADHD-lyf. Sú blanda yrði örugg­lega á­vísun á mis­heppnað skaup, enda leik­stjórinn í alls engu djamm­stuði.

Þetta segir Dóra í einkar per­sónu­legu við­tali við Sig­mund Erni í Manna­máli kvöldsins, sem hefst klukkan 19:00, en þar fer hún yfir skraut­legan ferilinn innan sviðs og utan – og talar þar meðal annars hispurs­laust um bar­áttu sína við Bakkus og alla ó­reiðu­kenndina og á­föllin í eigin lífi.

En skaupið varð gott, eins og lands­menn þekkja, leik­stjórinn þurfti hvorki að vera of­virkur eða með eitt­hvað í sér á meðan á fram­leiðslunni stóð, enda kveðst Dóra hafa haft ein­muna­lið að baki sér við gerð skaupsins – og hennar eigið á­stand, að vera bæði edrú og á lyfjum, hafi bara þýtt í hennar til­viki að ein­beitingin og at­hyglin hafi verið upp á tíu.

Þennan bút úr við­talinu má sjá hér.