Valgeir Benediktsson sem býr í nágrenni við Trékyllisvík segist í samtali við fréttavefinn Strandir.is óttast áhrif þess að lyktin á svæðinu verði óbærileg ef hvalshræið sem er í fjörunni sé ekki fjarlægt.

Kemur fram á síðunni að ekki sé búið að ákveða hvað gert verður við hræið en að málið sé komin inn á borð Umhverfisstofnunar.

„Skepnan er orðin gríðarlega útþaninn og illa lyktandi og nú eftir svona skamman tíma er varla hægt að hafa opinn glugga fyrir ólykt. Ef ekkert verður aðhafst til að fjarlægja hvalinn þá lýst mér illa á vetursetu hér í Trékyllisvik,“ segir Valgeir í samtali við Strandir.is