Fjármálaráðherra Frakklands viðurkenndi að kórónaveirufaraldurinn gæti knésett franska bílaframleiðandann Renault ef stjórnvöld veiti ekki hjálparhönd.

Ársreikningur fyrirtækisins á síðasta ári var afar slæmur og á þessu ári hefur kórónaveirufaraldurinn haft áhrif á framleiðslu og sölu bíla fyrirtækisins.

Tólf verksmiðjum Renault í Frakklandi var lokað í mars sem eru að opna aftur þessa dagana.

Fyrirtækið er meðal annars í eigu franska ríkisins og Nissan sem eiga 15 prósent hlut hvort og eru frönsk stjórnvöld að íhuga að veita fyrirtækinu lán upp á fimm milljarða evra.

„Renault gæti horfið af sjónarsviðinu. Við erum að fá að vita áætlun fyrirtækisins áður en við ákváðum hvort að lánið verði samþykkt. Meðal þess sem við krefjumst er að rafbílaframleiðsla í Frakklandi aukist.“

Franski bílaframleiðandinn seldi rúmlega 3,75 milljónir bíla á heimsvísu á síðasta ári.