Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, Richard Dearlove, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti muni enda á heilsuhæli og missa völdin fyrir lok árs.

Frá þessu greindi Dearlove í hlaðvarpi sínu One Decision.

Dearlove segir að Pútín muni að öllum líkindum ekki koma út af heilsuhælinu sem áframhaldandi leiðtogi Rússlands en hann telur líklegt að Nikolai Patrushev, framkvæmdastjóri öryggisráðs Rússlands, muni taka við af Pútín.

Orðrómar hafa verið um að forsetinn sé alvarlega veikur og hafa sögusagnir þess efnis verið háværar að undanförnu.

Áður hafði Chrisopher Steele, fyrrverandi liðsmaður bresku leyniþjónustunnar, fullyrt að Pútín væri veikur.

Þá hefur Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku herleyniþjónustunnar, að Pútín væri alvarlega veikur af krabbameini.