Þor­steinn Hjalta­son, bróðir fram­bjóðanda Flokks fólksins á Akur­eyri, Jóns Hjalta­sonar, segir að svo virðist vera sem Inga Sæ­land og Guð­mundur Ingi Kristins­son séu sið­blind. Slíkt smitist oft niður á undir­sáta, að sögn Þor­steins.

Eins og fram hefur komið á vef Frétta­blaðsins vill Jón Hjalta­son af­sökunar­beiðni vegna á­sakana á hendur forrystu­manna Flokks fólksins á Akur­eyri um of­beldi, kyn­ferðis­lega á­reitni og ein­elti í að­draganda kosninga í vor og eftir þær.

Þær Mál­fríður Þórðar­dóttur, Tinna Guð­munds­dóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester héldu meðal annars blaða­manna­fund vegna málsins. Í kjöl­farið hafa Jón og Brynjólfur Ingvars­son odd­viti flokksins sagt sig úr Flokki fólksins.

„Allt er þetta afar ó­ljóst en á­sökunin um kyn­ferðis­lega á­reitni tryggði mikla fjöl­miðla­um­fjöllun,“ segir Þor­steinn í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag. Hann segir að í sex daga hafi verið fjallað um málið og Jón og Brynjólfur hafi engst við að reyna að verja sig gegn al­var­legum en ó­ljósum á­sökunum.

„Svo ó­ljósum að erfitt var að henda reiður á málinu og bera hönd fyrir höfuð sér. Þá loks 19. septem­ber héldu konurnar frétta­manna­fund og sögðu að Brynjólfur og Jón hefðu ekki beitt þær kyn­ferðis­legri á­reitni, þeir væru sak­lausir af því. Þetta sögðu þær án þess að sýna nokkurn vott af iðrun yfir því að hafa valdið því, að allir fjöl­miðlar og sam­fé­lags­miðlar landsins fjölluðu um þessar á­sakanir á hendur þeim Jóni og Brynjólfi,“ skrifar Þor­steinn.

Þor­steinn full­yrðir að þær hafi boðað til blaða­manna­fundar og sagt að Brynjólfur og Jón hefðu ekki beitt þær kyn­ferðis­legu á­reitni. Þor­steinn furðar sig á því að þær hafi ekki beðist af­sökunar og að þær hafi ekki verið krafðar skýringar vegna málsins.

„Vara­for­maður og for­maður Flokks fólksins sjá ekkert at­huga­vert við þessa hegðun, þeir eru blindir á góða siði, þ.e. virðast sið­blindir. Slíkt smitast yfir­leitt niður til undir­sátanna eins og þekkt er, því ella fá þeir ekki að vera með. Ég held hins vegar að flestir aðrir sjái, að þessi fram­koma er alls ekki við hæfi.“

Að endingu segir Þor­steinn að #met­oo vopnið eins og hann kallar það sé heilagt og sakar þre­menningana um að hafa mis­beitt því. „Vopnið er heilagt og ber að koma fram við það af virðingu. Það er graf­alvar­legt mál þegar það er van­helgað og slævt, og spell­virki unnin á því, með að mis­nota það eins og gert var í þessu máli, þegar það var notað af valda­græðgi og yfir­gangi við pólitískar hreinsanir í Flokki fólksins,“ segir Þor­steinn.