Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að nýtt fjármálafrumvarp fyrir 2023 sem var kynnt í dag sé að mörgu leyti vonbrigði og bitni að mörgu leyti á almenningi í landinu. Hún segir að ekki hafi verið hlustað á neyðarópið úr heilbrigðiskerfinu og að ólíklegt að það verði hægt að semja við sérfræðilækna enn eitt árið.

„Í vor var til­­kynnt að sam­­kvæmt fjár­­mála­á­ætlun að það yrðu ein­hverjar að­halds­að­­gerðir núna fyrir 2023. Þessar á­ætlanir hafa í raun og veru ekkert breyst og það veldur mér að mörgu leyti von­brigðum, vegna þess að að­haldið felur fyrst og fremst í sér að það er verið að kroppa af al­­menningi í litlum gjald­breytingum, flötum sköttum og krónu­til­hækkunum, sem leggjast þyngst á lág­­tekju­hópana þar sem þetta eru flatar hækkanir. Á sama tíma erum við ekki að sjá neinar aðrar breytingar á tekju­­sviðinu sem taka mið af á­standinu,“ segir Krist­rún.

Hún segir að í frumvarpinu megi sjá að mestu skatta­hækkanir á al­­menning.

„Það var mikið rætt um ein­hvers­­konar hval­reka­skatt af á­­kveðnum ráð­herrum þessarar ríkis­­stjórnar. Til að mynda ef við horfum á aukningu fjár­­magns­­­tekna á milli ára sem í fyrra var sú mesta frá 2007, það er ekkert verið að sækja neinn hval­reka þangað. Sama má segja ef við horfum á stór­út­­gerðirnar sem eru að horfa á veru­­lega hækkun á verð­­mæti sjávar­­af­urða út af á­standinu í Úkraínu. Á sama tíma eru heimilin í landinu að upp­­lifa mikla verð­bólgu og vaxta­hækkanir vegna á­standsins. Það er ekkert sér­­stakt álag þarna, það er ekkert rætt um aðra skatt­lagningu í rauninni annað en al­­menn gjöld á al­­menning,“ segir Krist­rún.

Ekki eyrnamerkt auka fjármagn í húsnæðisaðgerðir

Krist­rún segir að það sé nauð­syn­legt að ríkis­stjórnin haldi dampi í inn­viða­fjár­festingum óháð efna­hags­á­standi. Hún segir að fjár­festingar ríkisins séu að lækka um tíu milljarða, sem er þvert á móti allri hag­stjórnar ráð­gjöf.

„Sér­stak­lega í ljósi þess að við þurfum að halda þekkingu og byggingar­iðnaði í gangi til þess að vinna upp á­kveðið tap eftir síðasta ára­tug, þá er þetta mjög al­var­legt. Þetta er svona stóra myndin varðandi þetta blessaða að­hald sem þau eru að tala um út af verð­bólgunni. Það mætti birtast af tekju­hliðinni með öðrum hætti, þar sem er svig­rúm hjá á­kveðnum ein­stak­lingum og fyrir­tækjum eftir CO­VID. En þetta er fyrst og fremst að bitna á al­menningi og venju­legu fólki,“ segir Krist­rún.

„Það er ekki búið að eyrna­merkja neitt auka fjár­magn í hús­næðis­að­gerðir. Stofn­fram­lög eru að lækka um 2 milljarða á árinu 2023 og það er enginn föst fjár­veiting búinn að setja inn í þennan mála­flokk, til að taka mið af ein­hverri stórri upp­byggingu sem hefur verið boðuð. Þetta er auð­vitað þvert á öll lof­orð. Við erum að vaða svo­lítið blint inn í veturinn hvað þetta varðar, hvað stjórn­völd ætla að gera þarna,“ segir Krist­rún.

Ekki hlustað á neyðaróp heilbrigðiskerfisins

Krist­rún segir að það sé ekki verið að setja nauð­syn­legt fjár­magn inn í heil­brigðis­þjónustuna og ó­lík­legt sé að hægt verði að semja við sér­fræði­lækna enn eitt árið.

„Það eru engar breytingar frá því sem var til­kynnt í vor, þrátt fyrir að við höfum séð neyðar­óp úr heil­brigðis­kerfinu, bráða­mót­töku, lands­spítalanum, heil­brigðis­þjónustu út um allt land. Það er ekki verið að bæta nauð­syn­legu fjár­magni inn í sjúkra­hús­þjónustuna,“ segir Krist­rún.

„Í tengslum í fjár­mögnum fyrir Sjúkra­tryggingar Ís­lands til að semja við sér­fræði­lækna, það virðist ekkert hafa verið bætt þarna inn í. Þannig að öðru ó­breyttu þá er ekki svig­rúm til þess að semja við sér­fræði­lækna í þessu frum­varpi. Þetta skilar sér bara í hærri greiðslu­þát­töku al­mennings, sem er auð­vitað þvert á það sem við viljum sjá, sér­stak­lega í svona efna­hags­á­standi eins og er núna. Al­mennt er þetta á­fall fyrir marga. 

Þá segir hún að ekkert í frum­varpinu taki mið af breyttum að­stæðum í kostnaði vegna sam­göngu­mála.

„Það liggur fyrir að út af á­standinu í heiminum, þá hefur kostnaður við inn­viða­byggingu og fram­kvæmdir aukist veru­lega og verð­bólga náttúru­lega aukið mikinn kostnað og sam­göngu­á­ætlun er ekki verð­bætt. Það er að segja þær upp­hæðir sem voru samdar á sínum tíma, þær fylgja ekki þróun í þessum kostnaði og það er ekkert i þessu frum­varpi sem tekur mið af breyttum að­stæðum í kostnaði og upp­byggingu, sem þýðir að eins og sakir standa að það munu mörg verk­efni falla til hliðar, miðað við fjár­mögnunina sem er verið að setja í sam­göngu­mál á næsta ári,“ segir Krist­rún.