Hinn 23 ára gamli Kári Orra­son var í síðustu viku sak­felldur fyrir að hafa ó­hlýðnast fyrir­skipunum lög­reglu og dæmdur til sektar­greiðslna og alls máls­kostnað í Héraðs­dómi Reykja­víkur vegna þátt­töku sinnar í setu­mót­mælum í and­dyri dóms­mála­ráðu­neytisins í fyrra.

Mót­mælin fóru fram í apríl í fyrra. Kári settist niður í and­dyrinu þar sem hann, á­samt fé­lögum sínum í sam­tökunum No-Bor­ders, krafðist fundar með ráð­herra um að­búnað flótta­manna á landinu.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Kári að sér hafi komið mest á ó­vart hve lítill rök­stuðni­ingur hafi verið gefinn fyrir á­kvörðuninni. „Það var eigin­lega eins og málið hefði aldrei farið fram og ekkert minnst á okkar varnir, þá sér­stak­lega réttinn til að mót­mæla og tjáningar­frelið sem er verndað í stjórnar­skrá.“

Í dóminum yfir Kára sem blaðið hefur undir höndum kemur fram að honum sé gefið að sök að hafa brotið gegn 19. gr. lög­reglu­laga með því að ó­hlýðnast fyrir­mælum um að yfir­gefa and­dyri ráðu­neytisins. Kára hefur verið gert að greið upp­hæð sem nemur rúmum 600 þúsund ís­lenskum krónum vegna málsins.

Kári segist eiga erfitt með að átta sig á því hvaða lögum lög­reglu­mennirnir áttu að vera að halda uppi með fyrir­mælum sínum. Það hafi aldrei komið fram í dómnum.

„Ég get ekki í­myndað mér hvernig hægt er að rétt­læta það að sak­fella mann­eskju fyrir að mót­mæla frið­sam­lega og mér finnst þetta al­gjör­lega úr sam­hengi við í­mynd Ís­lands sem frjáls­lynds lýð­ræðis­ríkis,“ segir Kári.

Kári segist ekki vita hvernig hann muni fjármagna lögfræðikostnað vegna málsins en um sé að ræða prinsippmál.
Fréttablaðið/Valli

Mun á­frýja málinu

Kári segir að­spurður að hann ætli sér að á­frýja málinu. „Þó ég eigi ekki beint efni á því að standa undir öllum þessum lög­fræði­kostnaði. En mér finnst fá­rán­legt að héraðs­dómur komist upp með svona ó­rök­studdan dóm í máli sem kann að vera for­dæmis­gefandi um mörk tjáningar­frelsis og vald­beitingu lög­reglu,“ segir hann.

Að­spurður að því hvaða skila­boð hann haldi að dómurinn sendi þeim sem hyggjast mót­mæla að­stæðum flótta­fólks hér­lendis, segir Kári:

„Ég held að skila­boðin séu þau að því fylgi af­leiðingar að tjá þig um viss mál­efni. Það var ljóst frá upp­hafi að lög­reglan brást öðru­vísi við þessum mót­mælum en öðrum og mér finnst ansi aug­ljóst að við höfum verið hand­tekin með það að mark­miði að þagga niður í okkur,“ segir Kári.

Hann segir Ís­land nú feta í fót­spor annarra Evrópu­ríkja þar sem tekið sé hart á því þegar fólk sýni sam­stöðu með flótta­fólki. „Ef að lög­reglan hefur valdið til að á­kveða hvar og hvernig maður má tjá sig, ef hún hefur valdið til að stöðva og þagga niður í mót­mælum eins og henni sýnist, þá er verið að skerða réttindi okkar allra.“

Muntu hugsa þig tvisvar um áður en þú mót­mælir að­gerðum yfir­valda næst?

„Nei.“