Framkvæmdarstjóri Volkswagen samsteypunnar segir að útbreiðsla kórónaveirunnar sé að kosta fyrirtækið tvo milljarða evra í hverri viku.

Herbert Diess ræddi við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF og vefsíðan Carscoops vekur athygli á þar sem hann sagði líklegt að fyrirtækið þyrfti að segja upp starfsfólki.

„Við erum hvorki að selja bíla né framleiða annarsstaðar en í Kína. Það er að kosta okkur um tvo milljarða evru vikulega.“

Um 671.000 manns vinna hjá Volkswagen víðsvegar um heiminn og er fyrirtækið með 72 verksmiðjur í Evrópu.

Fyrirtækið framleiðir bíla fyrir Audi, Porsche, Bentley, Bugatti, Lamborghini, Seat og Skoda ásamt Volkswagen.

Allar verksmiðjur fyrirtækisins liggja niðri nema í Kína og er að sögn Diess framleiðslugetan ekki nema 50% af því sem áður var.