Erlent

Segir að Trump gæti verið í fangelsi í næstu kosningum

Öldungardeildarþingmaðurinn hjólaði í Trump á sínum fyrsta heila degi sem frambjóðandi.

Warren kemur inn með látum. NordicPhotos/Getty

Elizabeth Warren, sem í gær tilkynnti að hún myndi sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs, sagði á sínum fyrsta heila degi sem frambjóðandi, að það sé alls ekki víst að Donald Trump verði forseti þegar kemur að næstu forsetakosningum.

„Þegar kemur að 2020 er ekki víst að Donald Trump verði forseti,“ sagði hún við kjósendur í Cedar Rapids í Iowa. „Í sannleika sagt, það er ekki víst að hann gangi laus.“

Warren hefur fram að þessu verið hikandi við að gagnrýna Trump með beinum hætti í málflutningi sínum.

Hún sagði líka á fundinum að árið 2020 væri árið þar sem Bandaríkjamenn myndu taka ákvörðun um það hvert fólkið og þjóðin myndi stefna. Hún sagði að á hverjum degi spúði forsetinn hatri á Twitter. Hún spurði hvort fólk og fjölmiðlar ætluðu virkilega að leyfa honum að tvístra þjóðinni.

Svarið við þeirri spurningu sagði hún vera að virða slík tíst að vettugi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Írland

Írar á­hyggju­fullir: Brexit án samnings yrði „brjál­æði“

Erlent

„Ekki mitt val að verða for­­síðu­­stúlka fyrir Íslamska ríkið“

Erlent

Hætta vegna gyðinga­and­úðar Cor­byn og Brexit

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing