For­maður kjör­stjórnar í Do­netsk héraði, Vla­dimir Vy­sotskij, til­kynnti fyrr í kvöld að yfir 98 prósent kjós­enda á svæðinu hafi kosið með inn­limun Do­netsk héraðs í Rúss­land. At­kvæða­greiðsla um inn­limun hófst í fjórum her­numdum úkraínskum héruðum á föstudaginn. DR greinir frá.

Þá hafi verið til­kynnt fyrr í dag að yfir­völd þeirra svæða sem eru hlið­holl Rúss­landi hefðu lýst yfir sigri í hinum þremur úkraínsku héruðum, Luhansk í austri og Kher­son og Za­poriz­hz­hya í suð­austur­hluta landsins.

Talið er lík­legt að for­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, muni til­kynna á föstu­dag um inn­limun héraðanna fjögurra í Rúss­land. Síðasti dagur kosninga fór fram í dag en sam­kvæmt vef Guar­dian á­varpar Pútín rúss­neska þingið á föstu­dag og er talið lík­legt að hann til­kynni um inn­limunina þá.

Leið­togar vest­rænna ríkja og for­seti Úkraínu hafa lýst kosningunum sem svið­settum og segja ekkert mark takandi á niður­stöðunum. Alls eru fjórar milljónir manna sem eru frá sjálf­stjórnar­hé­röðunum í Kher­son, Do­netsk, Luhansk og Za­poriz­hzhia á kjör­skrá. Hé­röðin eru saman­langt um 15 prósent land­svæða í Úkraínu.

Fjöldi frá­sagna um of­beldi og kúgun við at­kvæða­greiðslu hafa komið fram frá því að hún hófst á föstu­dag. Frá­sagnir hafa verið um her­menn sem koma bankandi með byssur og jafn­vel um her­menn sem taka við at­kvæðum munn­lega, eitt fyrir hvert heimili.