Bóndi í Ohio liggur á spítala eftir að sebra­hestur á bónda­býli hans réðst á hann. Maðurinn var að kemba sebra­hestinum þegar hann réðst skyndi­lega á hann.

Í fyrstu var talið að sebra­hesturinn hefði náð að rífa hendina af 72 ára bónda í Ohio en læknum tókst að bjarga hendinni. Hann liggur nú á spítala og hefur gengist undir að­gerð.

Þegar lög­reglu­mennirnir mættu á svæðið og sáu þeir bóndann liggjandi á jörðinni eftir að sebra­hesturinn beit bóndann. Sebra­hesturinn réðst á lög­reglu­bíl þeirra en lög­reglu tókst að fæla dýrið frá með því að flauta á það.

Hvorki lög­reglu, né fjöl­skyldu bóndans tókst að róa dýrið niður og að lokum var sebra­hesturinn skotinn af lög­reglunni.

„Hendin hans hefur hlotið ein­hvern skaða, en við trúum því að þeim tókst að bjarga honum. Svo það er já­kvætt, því fyrst um sinn töldu þeir að sebra­hesturinn hafði al­gjör­lega rifið hendina af“ segir lög­reglu­maður sem var á staðnum.