Bóndi í Ohio liggur á spítala eftir að sebrahestur á bóndabýli hans réðst á hann. Maðurinn var að kemba sebrahestinum þegar hann réðst skyndilega á hann.
Í fyrstu var talið að sebrahesturinn hefði náð að rífa hendina af 72 ára bónda í Ohio en læknum tókst að bjarga hendinni. Hann liggur nú á spítala og hefur gengist undir aðgerð.
Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og sáu þeir bóndann liggjandi á jörðinni eftir að sebrahesturinn beit bóndann. Sebrahesturinn réðst á lögreglubíl þeirra en lögreglu tókst að fæla dýrið frá með því að flauta á það.
Hvorki lögreglu, né fjölskyldu bóndans tókst að róa dýrið niður og að lokum var sebrahesturinn skotinn af lögreglunni.
„Hendin hans hefur hlotið einhvern skaða, en við trúum því að þeim tókst að bjarga honum. Svo það er jákvætt, því fyrst um sinn töldu þeir að sebrahesturinn hafði algjörlega rifið hendina af“ segir lögreglumaður sem var á staðnum.