Dýraverndunarsam­tökin Sea Shepherd veita nú einu af skipum Hvals hf. eftir­för á Faxa­flóa þar sem skipið er við hval­veiðar.

Á vef sam­takanna segir að um sé að ræða lið í her­ferðinni „Operation Northen Exposure, sem lýtur að því að skrá­setja og greina frá hval­veiðum Hvals hf. á ís­lensku miðunum.

Skipið sem Sea Shepherd notast við í aðgerðum sínum heitir Glomar Aric og er í eigu hollenskrar út­gerðar, sem leigir út skip til verk­efna. Í til­kynningu á vef sam­takanna kemur fram að hið leigða skip geri sam­tökunum kleift að fylgjast með hval­veiðum á sjó.

Fram kemur að her­ferðinni hafi verið hrint úr vör með um­fjöllun af vett­vangi í hvalveiðistöðinni í Hval­firði þar sem sjálf­boða­liðar sam­takanna á­samt starfs­liði Sea Shepherd Iceland fylgdust með starf­semi Hvals.

Skipverjar varðskipsins kíktu í kaffi um borð

Land­helgis­gæslan er með­vituð um að­gerðir Sea Shepherd á landinu. Að sögn Ás­gríms L. Ás­gríms­sonar, fram­kvæmdar­stjóra að­gerða­sviðs gæslunnar, kom skipið til landsins á fimmtu­daginn. Öllum komu­skýrslum hafi verið skilað í sam­ræmi við lög og reglur og ekkert ó­eðli­legt að finna við veru skipsins hér.

„Það var sex manna á­höfn á skipinu og hún er öll frá hollenska fyrir­tækinu,“ segir Ás­grímur og bætir við: „Á föstu­daginn urðum við svo á­skynja um að skipið var á reki úti á Faxa­flóa. Varð­skipið Þór hafi þá ekki verið langt undan og á­kveðið var að skip­verjar könnuðu stöðuna um borð. Þá hafi komið í ljós að skipið var leigt af Sea Shepherd og til­gangur ferðarinnar hingað væri að skrá­setja og mynda hval­veiðar.

„Þeir buðu okkur í kaffi um borð og við áttum við þá frið­sam­legar og góðar sam­ræður.“

„Þeir buðu okkur í kaffi um borð og við áttum við þá frið­sam­legar og góðar sam­ræður,“ segir Ás­grímur. Hollenska skipið hafi þurft að senda aðra komu­skýrslu og þá kom í ljós að far­þegar komu um borð í skipið í Reykja­vík og að um væri að ræða fólk frá Sea Shepherd.

Að­spurður segir Ás­geir engar kvartanir hafa borist frá Hval hf. vegna að­gerða samtakanna og svo fremi að lög og reglur um um­ferð í land­helgi ís­lands og á al­þjóð­legum haf­svæðum séu virtar sé engin á­stæða til að hafa af­skipti af skipinu.

Liðsmenn Sea Shepherd hafa ekki verið til neinna vandræða að sögn Landhelgisgæslunnar.
Markmiðið er að skrásetja og mynda hvalveiðar Hvals hf.