Umhverfissamtökin Sea Shepherd biðla til almennings um að hjálpa sér að finna sel sem hefur flækst í fiskineti. Selurinn sást á Vestfjörðum nálægt Skötufirði.

Samtökin biðja fólk um að hafa samband við sig eða lögregluna á Vestfjörðum ef það verður vart við ferðir selsins.