Tón­listar­maðurinn Scott Wal­ker er látinn 76 ára að aldri. Frá þessu greinir út­gáfu­fyrir­tæki hans, 4AD. 

Wal­ker vakti fyrst at­hygli á ung­lings­árum sínum í hljóm­sveitinni The Wal­ker Brot­hers en þeirra frægasta lag er vafa­laust The Sun Ain't Gonna Shine Anymor­e. Síðar meir átti hann eftir að slá í gegn á löngum sóló­ferli en hann gaf út fjölda platna.

Á­hrifa Wal­kers gætir víða og hefur fjöldi tón­listar­manna sagt að hann hafi haft um­tals­verð á­hrif á þá og þeirra feril. Má þar nefna David Bowi­e, Leonard Cohen og Jar­vis Cocker, söngvara Brit­pop-sveitarinnar Pulp, sem Wal­ker átti síðan sjálfur eftir að vinna með upp úr alda­mótum. 

Einnig má nefna Thom Yor­ke, söngvara Radiohead, sem minntist Wal­kers í færslu á Twitter eftir að greint var frá and­láti hans. „Hann hafði mikil á­hrif á Radiohead og mig, kenndi mér hvernig ég gæti beitt rödd minni og orðum,“ skrifar Yor­ke.