Í nýrri skýrslu Rauða Krossins kemur fram að rúmlega sautján þúsund hafi látist á heimsvísu vegna náttúruhamfara síðan Covid-19 faraldurinn hófst.

Um leið hafa náttúruhamfarir haft áhrif á daglegt líf hjá 139,2 milljón manns á þessum tæpu tveimur árum sem eru liðin síðan heimsfaraldurinn hófst.

Af þessum sautján þúsund sem hafa látið lífið af völdum náttúruhamfara létust flestir í Evrópu í 48 tilvikum.

Algengustu tilvikin um öfgafullt veður mældust í Asíu við Kyrrahaf þar sem veðrið flokkaðist sem náttúruhamfarir 115 sinnum.

Flóð höfðu áhrif á 43,7 milljónir manns og létust 7613 manns af völdum flóðs á þessum tíma en náttúruhamfarirnar sem höfðu mest áhrif voru þurrkar sem settu strik í reikninginn hjá 65,3 milljónum manns.

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í vikunni þar sem forseti samtakanna, Francesco Rocca hélt ræðu.

„Þetta eru fordæmalausir tíma þar sem áhrif hnattrænan hlýnunar og Covid-19 heimsfaraldursins er að sundra samfélögum.“