Sau­tján ný innan­lands­smit greindust á landinu í gær. Að­eins einn þeirra sem greindist var ekki í sótt­kví. Tveir greindust smitaðir við landa­mærin.

Þetta kemur fram í bráða­birgða­tölum frá al­manna­vörnum. Tölur á co­vid.is eru ekki upp­færðar um helgar og því ekki hægt að sjá ná­kvæm­lega hversu margir á landinu eru nú í sótt­kví eða ein­angrun.

Í fyrra­dag greindust tíu smit á landinu og var þá einn utan sótt­kvíar eins og í dag. Sam­kvæmt tölum al­manna­varna sem birtust í gær voru 134 í ein­angrun, 812 í sótt­kví og 1106 í skimunar­sótt­kví.

Fjórir lágu inni á sjúkra­húsi í gær þegar tölur voru birtar.