Í nor­rænni skýrslu um ban­vænt of­beldi síðustu ára­tugi kemur fram að geð­ræn vanda­mál séu nokkuð tíð í mann­dráps­málum hér á landi.

Meðal ný­legra mála eru í­kveikjan á Bræðra­borgar­stíg sem olli bana þriggja, Barða­vogs­málið svo­kallaða þar sem maður var myrtur með bar­efli og Blöndu­ós­s­málið nú.

17 prósent mann­drápa á Ís­landi enda, sam­kvæmt skýrslunni, í ó­sak­hæfi vegna geð­kvilla sem er í saman­burði við hin Norður­löndin hátt hlut­fall.

Lang­flest morð hér á landi eru sam­kvæmt skýrslunni framin í Reykja­vík. Harm­leikurinn á Blöndu­ósi um síðustu helgi er því ekki dæmi­gert til­vik, enda oft haldið fram að öryggi íbúa sé meira úti á landi en á höfuð­borgar­svæðinu. Til eru svo­kallaðir heitir reitir sam­kvæmt skýrslunni, þar sem mann­dráp eru oftast framin, til­tekin hverfi í Reykja­vík eru til marks um það.

Al­gengast er að ger­endur í morð­málum undan­farinna ára séu karlar, oftast á vinnu­aldri en án at­vinnu. Ger­endur eru oft undir á­hrifum efna eða lyfja. Ó­víst er hvort skot­maðurinn á Blöndu­ósi var á lyfjum eða undir á­hrifum efna. Beðið er niður­stöðu úr krufningar­skýrslu.

Grímur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálpar, segir að um­fang geð­heil­brigðis­mála sé um 25 prósent af heil­brigðis­kerfinu en fjár­magn til mála­flokksins sé að­eins 4,6-4,7 prósent, sam­kvæmt skýrslu Ríkis­endur­skoðunar og gagna OECD. Telur Grímur að aukið fjár­magn til mála­flokksins gæti fækkað al­var­legum glæpum?

„Það þarf að hafa í huga að ef ein­hver sem haldinn er geð­rænum kvilla fremur glæp, er erfitt að full­yrða að á­stæða glæpsins sé geð­rænn kvilli,“ svarar Grímur.

Hann bendir á að fólk sem búi við geð­rænar á­skoranir sé oft einnig jaðar­sett, í fá­tæktar­gildu, búi illa.

„Þetta eru utan­að­komandi þættir sem vega þungt.“

Grímur segir að margs konar of­beldis­verk eigi sér stað í stjórn­leysi, stundum vegna geð­rofs eftir fíkni­efna­neyslu eða ofur­ölvun. „Við heyrum af þessum málum allar helgar,“ segir Grímur og varar við stimplun.

Grímur segir þó morgun­ljóst að geð­málin séu van­fjár­magnaður mála­flokkur svo ára­tugum skipti. Annar vandi sé að geð­með­ferð á Ís­landi byggi um of á lyfja­gjöf en ekki sam­tals­með­ferð eða öðrum úr­ræðum.

Margrét Valdimars­dóttir, dósent í lög­reglu­fræði við Há­skólann á Akur­eyri, varar einnig við stimplun. Hún bendir á að margt fólk stríði við geð­rænan vanda án þess að beita of­beldi.

Frétta­blaðið náði tali af Líneik Önnu Sæ­vars­dóttur, for­manni vel­ferðar­nefndar, en heil­brigðis­mál heyra undir nefndina. Líneik sagðist vegna ann­ríkis og funda­halda austur á landi ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðsins um geð­vernd og of­beldi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar, sagðist vegna ann­ríkis og funda­halda austur á landi ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðsins um geð­vernd og of­beldi.
Mynd/Aðsend