Sau­tján greindust með inn­­­­lent kórónu­veiru­­­­smit síðasta sólar­hringinn. Þrettán greindust á sýkla- og veiru­­­­fræði­­­­deild Land­­­­spítala en fjórir hjá Ís­­­­lenskri erfða­­­­greiningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum á co­vid.is.

Fleiri inn­­lend smit hafa ekki greinst á einum sólar­hring síðan 9. apríl síðast­liðinn þegar 27 greindust með veiruna.

Þrjú virk smit til við­bótar greindust þá í landa­­­­mæra­skimun en beðið er eftir mót­efna­­­­mælingu frá einu. Þeir tveir sem greindust með smit við landa­mærin daginn áður, á mið­viku­dag, reyndust einnig með virkt smit en niður­staða mót­efna­mælingar leiddi það í ljós í gær.

Alls eru nú 109 í ein­angrun á landinu. Í sótt­kví eru 914 og fjölgaði þeim um 119 frá því í gær.

Alls voru 2.683 sýni tekin á landinu öllu síðasta sólar­hring; 759 hjá sýkla- og veiru­­fræði­­deild, 318 hjá Ís­­lenskri erfða­­greiningu og 1.924 í landa­­mæra­skimun.

Fréttin hefur verið uppfærð.