Sau­tján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir að hafa stungið jafn­aldra sinn í öxl og kvið á göngu­stíg í Breið­holti í apríl síðast­liðnum.

Fram kom í dómi Héraðs­dóms Reykja­víkur að rót á­takanna hefði verið lang­varandi úlf­úð milli tveggja hverfa­hópa. Á­tökin hafi „farið al­gjör­lega úr böndunum um­ræddan dag“ eins og segir í dóminum. Sannað þótti að sá sem varð fyrir at­lögunni og fékk við það lífs­hættu­legan á­verka á lifur hefði verið með hamar í hendi í á­tökunum. Dómurinn sagði piltinn með hnífinn þó ekki geta borið við neyðar­vörn því hnífurinn væri mun hættu­legra vopn í á­tökum en hamar.

„Stunga í kvið með hnífi er á­vallt lífs­ógnandi. Á­kærði var hins vegar ungur að árum og að verjast árás brota­þola í hópi ungra drengja. Verður því að telja var­huga­vert að slá því föstu að á­kærða hafi verið ljóst á verknaðar­stundu að lang­lík­legast væri að brota­þoli myndi hljóta bana af stungunni,“ segir í dóminum og var drengurinn því ekki sak­felldur fyrir mann­dráp­s­til­raun heldur hættu­lega líkamsrá­rás.

„Þá er til þess að líta að á­kærði og brota­þoli ræddu saman í þing­haldi undir aðal­með­ferð málsins, að við­stöddum að­stand­endum sínum og dómara í málinu, og á­kváðu að slíðra sverðin þannig að ekki kæmi til frekari á­taka milli þeirra eða þessara drengja­hópa. Með hlið­sjón af öllu þessu er refsing á­kærða hæfi­lega á­kveðin fangelsi í tíu mánuði, sem fært þykir að skil­orðs­binda,“ segir í dóminum þar sem einnig var kveðið á um að sá sem beitti hnífnum greiddi hinum 900 þúsund krónur í miska­bætur, lög­manni sínum 2,8 milljónir króna og réttar­gæslu­manni þess sem stunginn var 958 þúsund krónur.