Streymisveitan Uppkast og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verða með beinar útsendingar frá sauðburðinum í Húsdýragarðinum í vor.
Útsendingarnar hófust síðasta föstudag og standa yfir á meðan á sauðburði stendur í opinni dagskrá. Hægt er að horfa á uppkast.is í opinni dagskrá og í Uppkast appinu fyrir Android og Apple tæki.
Í tilkynningu frá Uppkasti kemur fram að á næstunni muni fleiri beinar útsendingar frá öðrum dýrum í garðinum bætast við.
Sent verður út allan sólarhringinn þannig að áhugasamir geta fylgst með þegar ný líf bætast við í Húsdýragarðinum.