Kapp­ræðurnar á Stöð2 breyttust um stund í fugla­bjarg er fram­bjóð­endur kepptust hvor við annan um að ná orðinu þegar skatta­málin voru til um­ræðu.

Heimir Már Péturs­son, fjöl­miðla­maður, á­kvað viljandi að færa hita í leikinn er hann spurði Loga Einars­son, for­mann Sam­fylkingarinnar, hverju ríkis­stjórnin hafði klúðrað á kjör­tíma­bilinu að hans mati.

Logi svaraði á þá leið að ríkis­stjórnin hafi klúðrað því að jafnað kjörin í landinu og sýnt metnaðar­leysi í nokkrum málum m.a. loftlagsmálum. Þess vegna væri mjög brýnt að það taki við ný ríkis­stjórn sem að jafnar kjörin í landinu.

Heimir færði boltann því yfir til Katrínar Jakobs­dóttur, formanns Vinstri grænna, og spurði hvort ríkis­stjórn hennar hafi ekki stuðlað að jöfnuði og setið bara að­gerðar­laus?

„Þetta er dá­lítið merki­legt því það verður að halda til haga stað­reyndum,“ sagði Katrín og byrjaði að tala um að kjör­tíma­bilinu hefðu verið gerði lífs­kjara­samningar við launa­fólk.

Logi greip þá fram í fyrir Katrínu og kallaði „En þeir náðu ekki til aldraða og ör­yrkja“ á meðan Katrín hélt orðinu og sagði að verka­lýðs­hreyfingin hér á landi hefur verið að leggja mikla á­herslu á hækka lægstu launin.

„Það er góð á­hersla og sú á­hersla er aðskila sér inn í að það er til­tölu­lega mikill tekju­jöfnuður og hvað gerði ríkis­stjórnin? Hún hækkaði barna­bætur og lækkaði skatta á tekju­lægsta fólkið,“ sagði Katrín áður en Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, greip inn í. „Og hvað kostaði það?“ spurði Inga áður en Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom inn sem þriðji maður í um­ræðuna og svaraði Ingu: „21 milljarð.“

„Og fengu það allir?“ spurði Inga aftur áður en Katrín hélt á­fram að tala.

„Þannig við sjáum tölurnar birtast í því að skatt­byrði þessa hópa að hún er að lækka. Tölum líka um hús­næðis­málin. Þriðjungur af þeim í­búðum sem var byggður hér í fyrra og í ár þær koma til vegna vegna stuðnings stjórn­valda við al­menna í­búða­kerfið og al­mennra hlut­deildar­lána,“ sagði Katrín.

„Ég verð að­eins að koma inn á skattana“

Bjarni tók skatta­málin aftur fyrir er hann á­kvað að svara bæði Loga og Gunnari Smára Egils­syni, for­manni Sósíal­ista­flokksins, sem báðir höfðu sakað Bjarna um að lækka skatta á tekju­hæsta fólkið í landinu.

„Ég verð að­eins að koma inn á skattana. Hér er verið að tala eins og við erum ekki að nota skatt­kerfið til að jafna kjörin,“ sagði Bjarni.

„Við lækkuðum skatt mest á þá sem eru með 350 þúsund krónur á mánuði í laun. Við skulum hafa eina stað­reynd á hreinu hérna. Því hér er talað um að þeir sem eru tekju­hæsti komist lang­best frá þessu. Tuttugu prósent tekju­hæsta ein­stak­linga á Ís­landi skila 75 prósent af skattinum þegar tekið er til­lit til bóta­kerfisins. Þetta er kerfið sem er að létta byrði og styðja við þá sem eru neðst í tekju­stiganum og tekur lang­mest af þeim sem eru efst uppi,“ sagði Bjarni.

„Þetta eru stað­reyndir,“ bætti hann við.

Bjarni sagði að lokum að það væri því ekki rétt nálgun að fara „kroppa eitt­hvað meira af tekju­hæsta eina prósentinu“ því það væru ekki stórar upp­hæðir í þessu sam­hengi. Logi sagði við Bjarni að það myndi skila 10 til 14 milljörðum í ríkis­sjóð og væri því ekki lítil upp­hæð.

„Förum að tala um hluti sem skipta í al­vörunni máli. Við erum með mikinn halla á ríkis­sjóð og við stöndum frammi fyrir mjög krefjandi verk­efni að missa ekki tök á verð­bólgunni. Heimilin og sér­stak­lega tekju­lága fólkið mun finna fyrir því,“ sagði Bjarni