Fram­sóknar­flokkur, Sjálf­stæðis­flokkur og Vinstri­hreyfingin grænt fram­boð hafa gert með sér nýjan sátt­mála um ríkis­stjórnar­sam­starf. For­menn flokkanna undir­rituðu hann á Kjarvals­stöðum í dag og kynntu hann.

Hægt er að kynna sér stjórnar­sátt­málann hér.

Sátt­málinn er alls 60 blað­síður, með fjólubláum blæ, þar sem fyrst er farið yfir stóru málin og svo settur niður að­gerða­listi fyrir hvern mála­flokk eins og efna­hag og ríkis­fjár­mál, lofts­lags­mál, heil­brigðis­mál, eldra fólk, ör­orku, börn, jafn­réttis­mál, mál­efni út­lendinga, sam­göngu­mál og staf­rænar breytingar og fjölda annarra mála.

Sameiginlegir hagsmunir þjóðar

Í honum kemur fram að sátt­málinn fjalli um sam­eigin­lega hags­muni þjóðarinnar og að í honum birtist „leiðar­stef flokkanna um efna­hags­legar og fé­lags­legar fram­farir, vernd um­hverfis, kraft­mikla verð­mæta­sköpun, jafn­rétti kynjanna og jafn­vægi byggða og kyn­slóða.“

Þá segir að tekist verði á við allar á­skoranir sem ríkis­stjórnin mæti með hag al­mennings að mark­miði og að það verði gert í þeirri trú að vel­sæld verði best tryggð með traustum efna­hag, jöfnum tæki­færum og að­gerðum í þágu ný­sköpunar, um­hverfis og lofts­lags.

Vilja fjárfesta í fólki

Í til­kynningu frá flokkunum kemur fram að ný ríkis­stjórn ætli sér að stuðla að efna­hags­legum stöðug­leika og byggja upp styrk ríkis­fjár­málanna á ný á grund­velli öflugs at­vinnu­lífs.

„Á­hersla verður lögð á fram­úr­skarandi um­hverfi til verð­mæta­sköpunar, þar sem til verða ný, fjöl­breytt og verð­mæt störf. Sam­spil peninga­stefnu, ríkis­fjár­mála og vinnu­markaðar verður undir­staða þess að unnt sé að tryggja stöðug­leika í verð­lagi og vöxtum,“ segir í til­kynningunni.

Þar kemur einnig fram að lögð sé á­hersla á bar­áttuna við lofts­lags­breytingar með sam­drætti í losun, orku­skiptum og grænni fjár­festingu.

„Tekist verður á við það verk­efni að búa ís­lenskt sam­fé­lag undir aukna tækni­væðingu auk þess að tryggja á­fram­haldandi lífs­kjara­sókn allra kyn­slóða.“

Þá segir að lokum að ríkis­stjórnin ætli að fjár­festa í fólki.

„Á­hersla er lögð á að ein­stak­lingurinn sé hjartað í kerfinu og að öflugt vel­ferðar­kerfi sé undir­staða jöfnunar og tryggi að allir geti blómstrað. Á­fram verður unnið að því að bæta af­komu eldra fólks, og sér­stak­lega horft til þeirra elli­líf­eyris­þega sem lakast standa. Unnið verður að því að tryggja betur fjár­hags­lega stöðu barna­fólks í gegnum skatta og bóta­kerfi og verður sér­stak­lega hugað að því að efla barna­bóta­kerfið.“