Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir, odd­viti Sósíal­ista­flokksins í Reykja­vík, gagn­rýnir að sátta­ferli sé hafið milli Ís­lands­banka og Fjár­mála­eftir­litsins vegna hugsan­legra lög­brota bankans þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum í fyrra.

Sanna Magda­lena segir að slíkt ferli sé ekki í boði fyrir þá sem minna mega sín hér á landi.

„Sátta­ferli er ekki í boði fyrir þau sem geta ekki greitt niður yfir­dráttar­heimild og eru í mínus um hver mánaða­mót. Sátta­ferli er ekki í boði fyrir þau sem vegna fá­tæktar gátu ekki greitt reikninga. Sátta­ferli er ekki til staðar hjá inn­heimtu­fyrir­tækjunum sem leyfa þér bara að borga meira en þú ræður við. Sátta­ferli og skilningur er ekki til staðar gagn­vart þeim sem gera sitt besta og meira en það til að komast af í ó­manneskju­legu kerfi fá­tæktar og skorts. Sátta­ferli er aldrei sýni­legt í láns­hæfis­mati. Creditin­fo fyrir­gefur ekki. Sáttina má hvergi finna gagn­vart þeim fá­tæku sem skulda. Sáttin er í boði fyrir sum en ekki öll,“ sagði Sanna Magda­lena í færslu á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi.