Stjórn Sorpu ákvað að semja við Björn Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra byggðasamlagsins, rétt áður en 167 milljóna króna krafa hans færi fyrir dóm. Samkvæmt Morgunblaðinuí dag barst sáttaboðið tveimur dögum áður en aðalmeðferð átti að hefjast.

Birni var sagt upp í fyrra í kjölfar svartrar skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Gas- og jarðgerðarstöðina í Álfsnesi, GAJA. Stöðin, sem átti að geta tekið við öllum úrgangi og breyta í moltu, fór langt fram úr áætlun.

Í stað 167 milljóna króna fær Björn laun í sex mánuði auk þess sem Sorpa greiðir 1,5 milljónir króna lögfræðikostnað hans.