Sasú flaug upp á stjörnu­himininn í hinni sí­vin­sælu Dis­n­ey-mynd, Konungur Ljónanna. Nú stendur öll tegundin hans á barmi út­rýmingar. Ný rann­sókn segir sökina vera hnattræna hlýnun.

Tegundin sem rann­sökuð var heitir á ensku sout­hern yellow-bil­led horn­bill, sem á ís­lensku gæti fengið nafnið suð­lægur gul­hyrndur nas­hyrnings­fugl. Í Konungi Ljónanna er Sasú ráð­gjafi ljóna­hjarðar Simba, rauð­hyrndur nas­hyrnings­fugl, ná­skyld tegund.

Erfið­lega hefur gengið fyrir nashyrningsfugla að eignast afkvæmi vegna hækkandi hita­stigs, sam­kvæmt rann­sókninni. Nicholas Pattin­son, einn rann­sak­endanna, segir hita­breytingar hafa nei­kvæð á­hrif á hegðun, heilsu, tímgun og lifun fjölda fugla, spen­dýra og skrið­dýra um allan heim.

Gulhyrndur nashyrningsfugl á gangi í eyðimörkinni.
Fréttablaðið/Getty

Til dæmis hafa fleiri og fleiri dæmi komið fram um skyndi­legan fjölda­dauða tegunda sem hafa átt sér stað á að­eins ör­fáum dögum.

Af­kvæma­fjöldi meðal suð­rænna gul­hyrndra nas­hyrnings­fugla við Kuruman-fljót í suður Kala­hari eyði­mörkinni hefur hríð­fallið á undan­förnum tólf árum, af­leiðing af hækkandi hita­stigi. Rann­sóknin skoðaði tíma­bilið frá 2008 til 2019.

Hækkað hita­stig gerði erfiðara fyrir fuglana að safna mat og við­halda líkams­þyngd, sem hvoru tveggja minnkar mögu­leikann á því að eignast af­kvæmi.

Haldi hita­stig á­fram að hækka með sama hætti segja rann­sak­endur að fuglinum myndi reynast ó­mögu­legt að eignast af­kvæmi allt tím­gunar­tíma­bilið árið 2027.