Guð­mundur Jóns­son gítar­leikari og laga­höfundur í Sálinni hans Jóns míns, sálugu, segir að það hafi verið eitt erfiðasta augna­blikið á ferli sínum sem tón­listar­manns þegar Sálin hætti með hvelli. Þar hefðu liðs­menn getað haldið betur á málum, svo særindi hefðu ekki setið eftir í mönnum.

En menn hafi ein­fald­lega verið farnir að þróast hver frá öðrum eftir ára­tuga sam­starf – og sam­vinnan byrjuð að súrna – og fyrir vikið hafi svo farið að menn töluðust ekki við um tíma. Núna sé þó farið að gróa um heilt eftir ára­bil að­skilnaðar. Gummi í Sálinni, sem stendur á sex­tugu, er gestur Sig­mundar Ernis í Manna­máli í kvöld og ræðir þar hvernig Sálin komst á leiðar­enda.

Þátturinn, sem frum­sýndur var klukkan 19:00 í kvöld verður endur­sýndur klukkan 21:00 og 23:00 í kvöld.

Við­talið má sjá hér þar sem Gummi lýsir lokum Sálarinnar – og dregur þar ekkert undan.