Nicolas Sar­kozy, fyrr­verandi Frakk­lands­for­seti, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að fjár­magna kosninga­bar­áttu sína ó­lög­lega þegar hann sóttist eftir endur­kjöri árið 2012 sem for­seti en dómur féll í málinu í dag. Þetta kemur fram í frétt CNN um málið.

Sar­kozy hafði í­trekað reynt að koma í veg fyrir að réttar­höldin myndu fara fram en þau hófust engu að síður síðast­liðinn maí. Ó­lík­legt er þó að Sar­kozy muni þurfa að af­plána dóminn í fangelsi þar sem dómarinn gaf leyfi fyrir því að Sar­kozy yrði heima hjá sér þar sem fylgst yrði með honum raf­rænt.

Þetta er í annað sinn sem Sar­kozy hefur verið dæmdur í fangelsi en síðast­liðinn mars var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar af tvö skil­orðs­bundin, fyrir spillingu. Var honum þar gefið að sök að hafa mútað dómara með starfi í skiptum fyrir upp­lýsingar um saka­mála­rann­sókn á flokki Sar­kozy.

Hinn 66 ára gamli Sar­kozy hefur á­frýjað þeim dómi en engu að síður er hann eini for­seti í nú­tíma­sögu Frakk­lands sem hefur tví­vegis verið dæmdur í fangelsi. Hann á einnig yfir höfði sér fleiri á­kærur í Frakk­landi fyrir að taka við ó­lög­legum kosninga­bar­áttu­fram­lögum frá Líbýu.