Nicolas Sar­kozy, fyrr­verandi for­seti Frakk­lands, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir spillingu en hann var sakaður um að múta dómara með starfi í Monaco í skiptum fyrir upp­lýsingar um saka­mála­rann­sókn á stjórn­mála­flokki Sar­kozy. Sar­kozy mun lík­lega á­frýja dóminum.

Að sögn dómarans var Sar­kozy „með­vitaður um hvað hann væri að gera af sér,“ en hann sagði að­gerðir hans hafa brenglað sýn al­mennings á rétt­lætinu. Sak­sóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsis­vist, þar af tvö ár skil­orðs­bundin.

Önnur réttarhöld yfirvofandi

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er dómurinn skil­orðs­bundinn til tveggja ára en Sar­kozy mun geta af­plánað eitt ár heima hjá sér með eftir­lits­tæki. Gil­bert Azi­bert, dómarinn sem þáði mútur frá Sar­kozy, og Thierry Herzog, fyrrum lög­maður Sar­kozy, fengu sama dóm.

Réttar­höld í öðru máli þar sem Sar­kozy kemur við sögu eru á­ætluð frá 17. mars til 15. apríl en þau réttar­höld snúast um hið svo­kallaða „Byg­malion“ mál. Sar­kozy er þar sakaður um að hafa eyða svik­sam­lega um efni fram fyrir for­seta­kosningar­her­ferð sína árið 2012.

Þetta er í annað sinn sem fyrr­verandi for­seti Frakk­lands er dæmdur fyrir spillingu en Jacqu­es Chirac, for­veri Sar­kozy, var dæmdur í tveggja ára skil­orðs­bundið fangelsi árið 2011 fyrir að skapa fölsuð störf fyrir banda­menn sína í ráð­húsinu í París meðan hann var borgar­stjóri.