Inga Sæ­land, þing­maður Flokk fólksins og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, tókust á um fátækt á Íslandi í sér­stakri um­ræðu á Al­þingi í dag.

Inga Sæ­land var máls­hefjandi og sagði hún að henni langaði að velta því upp í rauninni hvað hefur á­unnist varðandi fá­tæktina á síðustu árum.

„Hvernig hafa stjórn­völd brugðist við á þessu tíma­bili þar sem við vorum jú að glíma við mjög mikla fá­tæk þegar við komum hér saman á lög­gjafar­þinginu á kjör­tíma­bilinu í desember 2017?,“ sagði Inga Sæ­land sem þakkaði jafn­framt Bjarna fyrir að taka þátt í um­ræðunni.

„Mig langar til að byrja á því að nefna í rauninni hvað þá t.d. kemur fram að þá var verið að tala um líka hvað við séum að skora vel hjá OECD, hér sé meðal­talið mjög gott. Við höfum það betur en flest­allar aðrar þjóðir og allt hvað eina og það ber að þakka að gera ekki lítið úr því. Þar sem þessi kona sem hér stendur hefur aðal­lega verið að tala um og verið mál­svari fyrir. Það eru þeir ein­staklingar sem í raun og veru ná ekki endum saman og búa raun­veru­lega við fá­tækt á Ís­landi í dag og gera enn,“ bætti Inga við.

Hún sagðist gera sér grein fyrir því að heims­far­aldurinn hafi or­sakað stig­magnandi fá­tækt en sagði hins vegar að hér hafi verið „brennandi mikil fá­tækt“ löngu fyrir far­aldurinn.

Inga Sæland, formaður og þingmaður Flokk fólksins.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Af hverju tökum við ekki utan um fá­tækt fólk?“

„En í co­vid þá höfum við séð bið­raðir lengjast gífur­lega við hjálpar­stofnanir þar sem ein­staklingar eru að biðja um mat. Við vitum líka að það er ekki til enda­laust fjár­magn í ríkis­sjóði til að hjálpa öllum um allt hvað eina og gera allt fyrir alla. En það er samt sem áður hægt að mínu mati að for­gangs­raða fjár­munum þannig að við munum alltaf að setja fólkið í fyrsta sæti,“ sagði Inga Sæland.

„Það er sárara en tárum taki að vita til þess að bara núna í mars 2500 fjöl­skyldur sem þáðu matar­að­stoð hjá Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands,“ sagði Inga og bætti við að það eru ekki allir sem geta unnið og sumir fram­fleyta sér einungis á al­manna­trygginga­bótum þó þeir væru vissu­lega fáir.

„Þess vegna langar mig til að vita að fyrst það er svona fáir, af hverju hjálpum við þeim ekki? Af hverju tökum við ekki utan um fá­tækt fólk og skömmumst okkar fyrir það að vera búnir að reisa slíka ramm­gerðu fá­tæktar­gildru um þúsundir ein­stak­linga? Þeir eiga sér ekki mögu­leika á því að ná endum saman,“ sagði Inga og bætti jafn­framt við að hún vissi að Ís­land hefur tekist á við margt á þessu kjör­tíma­bili frá falli flug­fé­lags, loðnu­brest til heims­far­aldurs.

„Hæstu bæturnar, ó­skertar, ganga til þeirra sem hafa ekkert“

Bjarni þakkaði Ingu fyrir að hefja um­ræðuna og sagði að lífs­kjör Ís­lendinga og mál­efni þeirra sem standa höllum fæti eru aldrei of oft rædd hér í þinginu.

Hann sagðist sakna þess í fram­sögu Ingu Sæ­lands að ekki hafi verið bent á fleiri at­riði sem skipta máli í þessu sam­hengi en að hækka bætur al­manna­trygginga til þeirra sem hafa minnst.

„Við byggjum kerfi að al­manna­trygginga þannig upp að við erum sér­stak­lega að teygja okkur til þeirra með því að láta hærra hlut­fall bóta. Það er hæstu bæturnar, ó­skertar, ganga til þeirra sem hafa ekkert svo koma þessar frægu skerðingar til sögunnar eftir því sem fólk hefur úr ein­hverju öðru að moða, hvort sem eru at­vinnu­tekjur, líf­eyris­tekjur, hvað það kann að vera fjár­magns­tekjur eða hvað það er,“ sagði Bjarni.

„Það þarf að vera sam­komu­lag um það ná­kvæm­lega hvaða hóp, sér­stak­lega ef við erum að tala um hvort við erum að tala um þá sem eru í allra verstu stöðunni af þeim sem mundu geta talist fá­tækir með of lítið á milli handanna eða hvort við erum að horfa að­eins yfir stærra svið.“

Hann sagði jafn­framt að það þyrfti að taka fleiri hluti með inn í reikninginn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Ráð­stöfunar­tekjur þeirra tekju­lægstu hækkað um 120.000 kr.“

„Ég leyfi mér að benda á það hér að með breytingum á tekju­skatti ein­stak­linga síðustu tvö ára­mót hafa ráð­stöfunar­tekjur þeirra tekju­lægstu hækkað um rúm­lega 120.000 kr. á ári. Bara tekju­skatt­s­lækkunin er að skila 120.000 kr. til þeirra tekju­lægstu á ári vegna þess að það reiknast m.a. af bótum og þar með talið at­vinnu­leysis­bótum. Við höfum líka verið að hækka skerðingar­mörk barna­bóta, svo dæmi sé tekið, og þannig hafa barna­bætur sam­búðar­fólks hækkað um allt að 80.000 kr. á ári,“ sagði Bjarni.

Hann benti einnig á breytingar á ör­orku og endur­hæfingar­líf­eyri í árs­byrjun sem varð til þess að auka tekjurnar um 8.000 kr. á mánuði fyrir þá allra tekju­lægstu um­fram þessa 3,6% sem allir fengu í bóta­kerfinu.

„Þannig að bætur al­manna­trygginga til tekju­lægstu hækkuðu með þessu tvennu um 19.700 kr. á mánuði um síðustu ára­mót. Ég veit þetta eru ekki háar tölur þegar maður horfir á ein­staka liði en þetta leggst saman og fer að skipta veru­legu máli, ekki bara í mánuðinum heldur á árs­grund­velli. Þetta eru skref sem við erum að kosta miklu til að tryggja að nái fram­gangi,“ sagði Bjarni.

Þá nefndi hann einnig hús­næðis­bætur, stofn­fram­lög og hlut­deildar­lán á hús­næðis­markaði sem sér­stök úr­ræði sem horfa sér­stak­lega til á­standsins á hús­næðis­markaðnum.

„Við höfum sett frá árinu 2016 15,5 milljarð í stofn­fram­lög og erum að gera ráð fyrir 7,2 milljörðum til við­bótar í ár og á næsta ári,“ sagði Bjarni og bætti við að sjáum virkni bóta­kerfanna standa með fólkinu í þessari efna­hags­lægð sem við erum í í augna­blikinu.

„Þetta fer í taugarnar á sumum en þetta er bara stað­reynd“

„Við höfum verið í ein­hverjum um­fangs­mestu efna­hags­að­gerðum sögunnar varið hundruðum milljarða þegar allt er saman tekið í þeim til­gangi og erum með 300 milljarða halla á þessu ári, svo dæmi sé tekið. Þar eru sjálf­virku sveiflu­jafnara orðnir veru­lega sterkir,“ sagði Bjarni og upp­skár frammí­köll frá þing­mönnum úr sal.

„Þetta fer eitt­hvað í taugarnar á sumum hér í þing­sal en þetta er nú bara stað­reynd og við skulum skoða hver er út­koman,“ svaraði Bjarni.

„Þetta hefur þýtt það að við höfum séð, þrátt fyrir þessa kreppu, meiri jöfnuð, eiga sér stað. Þessi kerfi okkar er að verja stöðu þeirra sem eru með minnst á milli handanna, hlut­falls­lega langt um­fram aðra, sem er gríðar­lega mikil­vægt og við hljótum að vera sam­mála um. Ég gæti talið því til við­bótar sko á­fram ýmis sér­tæk úr­ræði eins og að ör­orku og endur­hæfingar­líf­eyris­þegar fengum 70.000 kr. ein­greiðslu í fyrra til við­bótar við or­lofs og desem­ber­upp­bót o.s.frv. þetta eru sér­tæku að­gerðirnar sem við höfum verið að beita okkur fyrir,“ sagði Bjarni og bætti við að þær eru að skila árangri.