Sara Sigmundsdóttir er eins sigursælasta kona heimsins í Crossfit. Hún hefur unnið CrossFit Open fjórum sinnum, árið 2015, 2017, 2019 og 2020. Hún hefur einnig unnið keppnir í Evrópu og Dubai og hún vann bronz á CrossFit leikunum 2015 og 2016. "Þar sem hún er íþróttamaður sem að skorar sífellt á sjálfan sig og leitar að fullkomnleika er hún hinn fullkomni merkissendiherra" segir Jost Capito, framkvæmdarstjóri Volkswagen R.

Sara er 28 ára og er að læra sálfræði meðfram íþróttaferlinum. "Ég er að vonum stolt að vera að vinna með Volkswagen R, merkis sem stendur fyrir það sama og ég trúi á og stend fyrir" segir Sara sjálf. "Volkswagen R smellpassar mér. Falleg hönnun sem að blandast við kraft og þegar ég sat í nýjum T-Roc R og byrjaði að keyra fann ég strax að þetta var draumabíllinn minn. Ég hlakka til ánægjulegs og langvarandi sambands" sagði Sara að lokum í fréttatilkynningunni.