„Ég ætla með manninum mínum, Ethan Clarke, sem vann að myndinni með mér,“ segir Sara Gunnarsdóttir, um það hvern hún tekur með sér á Óskarsverðlaunahátíðina. Mynd Söru, My Year of Dicks, er tilnefnd til verðlauna í flokki stuttra teiknimynda.

Mynd Söru byggir á bók Pamelu Ribon, Notes to Boys: And Ot­her Things I Shouldn’t Share in Pu­blic og segir frá persónunni Pam og tilraunum til að missa meydóminn og leitinni að hinum sanna elskhuga.

Sara hefur starfað við gerð teiknimynda í Bandaríkjunum og hefur komið að gerð tónlistarmyndbanda og annarri kvikmyndagerð. Hún kom að gerð heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy-tilnefningu.

Sara er annar Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna sem leikstjóri í flokki stuttra teiknimynda en Gísli Darri Halldórsson var tilnefndur 2021. Sara á því möguleika á að verða annar Íslendingurinn sem vinnur til verðlaunanna en Hildur Guðnadóttir vann 2019 fyrir tónlist í Joker.