Fólk er saman komið á Austurvelli til að minnast þeirra sem létust í brunanum og til að vekja athygli á kerfinu sem bregst erlendu fólki á Íslandi.

Skipuleggjendur vekja athygli á því að fólk af erlendum uppruna sé oft kerfislega útilokað frá því að lifa við mannsæmandi aðstæður.

Fólk sýndi samstöðu í þögn og mættu nokkrir með skilti með skilaboðum: „Við munum ekki þegja“ og „rányrkja“. Mótmælt er óviðunandi búsetuúrræðum fyrir erlend verkafólk og er krafist aukinna réttinda.

Fólk sýndi samstöðu í þögn.
Mynd: Fréttablaðið

Slökkvilið og lögreglufulltrúar stóðu fyrir framan Alþingishús í samstöðu.

Gengið verður frá Alþingishúsi til Bræðraborgarstígs upp úr klukkan eitt þar sem aðstandendur þeirra sem létust halda minningarstund.

Slökkvilið og lögregla sýndu samstöðu.
Mynd: Fréttablaðið