Hin 34 ára gamla Sanna Marin, nú­verandi sam­göngu­ráð­herra Finn­lands, mun taka við em­bætti for­sætis­ráð­herra í vikunni en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Þegar hún tekur við em­bættinu mun hún verða yngsti sitjandi for­sætis­ráð­herra heims.

Þrátt fyrir að vera ung hefur Marin tölu­verða reynslu af stjórn­málum en hún varð borgar­stjóri í borginni Tampere í suður-Finn­landi þegar hún var að­eins 27 ára gömul, varð síðan þing­maður árið 2014 og hefur hún verið sam­göngu­- og fjarskiptaráð­herra frá því í júní á þessu ári.

Jafnaðarmenn kusu Marin til að taka við embættinu í gær.
Fréttablaðið/AFP

Þurfa að byggja upp traust

Jafnaðar­menn völdu hana til að taka við em­bættinu í gær eftir að fyrrum for­sætis­ráð­herrann Antti Rinne hætti á dögunum þar sem einn flokkur í ríkis­stjórn lýsti van­trausti á hann. Við tekur fimm flokka stjórn undir for­ystu Marin en leið­togar flokkanna eru allar konur.

Þeir flokkar sem koma til með að mynda ríkis­stjórn eru Jafnaðar­manna­flokkurinn, Græningjar, Mið­flokkurinn, Vinstra sam­bandið og Sænski þjóðar­flokkurinn. Ekki er búist við að miklar breytingar verði á stefnu en Marin sagði þó að ríkis­stjórnin ætti mikla vinnu fyrir höndum við það að byggja upp traust.