Sanna Marin, for­sætis­ráð­herra Finn­lands, mun koma til Ís­lands á þriðju­daginn 22. nóvember næst­komandi. Hún mun meðal annars funda með Katrínu Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra Ís­lands.

Í til­kynningu á Stjórnar­ráðinu kemur fram að Sanna Marin sé væntan­leg í vinnu­heim­sókn. Katrín mun taka á móti henni í Nor­ræna húsinu kl. 11 næst­komandi þriðju­dag, þar sem for­sætis­ráð­herrarnir munu eiga tví­hliða fund.

Þær munu síðan halda í Þjóð­minja­safnið þar sem þær munu eiga há­degis­spjall um á­skoranir og tæki­færi sam­tímans. Heimir Már Péturs­son stýrir um­ræðum en við­burðurinn er á vegum for­sætis­ráðu­neytisins og Al­þjóða­mála­stofnunar Há­skóla Ís­lands.

Sanna Marin hefur gengt em­bætti for­sætis­ráð­herra Finn­lands síðan árið 2019. Hún er 37 ára og er leið­togi Jafnaðar­manna­flokks Finn­lands.

Sanna Marin komst í heims­fréttir fyrr á árinu en þá fóru mynd­bönd af dreifingu þar sem mátti sjá for­sætis­ráð­herrann dansa og drekka með vinum sínum í lokuðu sam­kvæmi. Sanna Marin var sökuð um að sýna ó­á­byrgð í starfi sínu sem for­sætis­ráð­herra.

Á sam­fé­lags­miðlum voru margir sem sýndu Sönnu Marin stuðning sinn með því að dansa undir myllu­merkinu #Solida­rityWit­hSanna.

Opin­ber rann­sókn í Finn­landi leiddi síðar í ljós að Sanna Marin braut engar reglur í mynd­böndunum.

Katrín Jakobsdóttir hefur áður hitt Sönnu Marin. Hér standa þær ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna og Ofal Scholz, kanslara Þýskalands.
Fréttablaðið/Getty