Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sagði í morgun að Sósíalistar í munu gera kröfu um að sitja í meirihluta borgarstjórnar, þó án Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar.

„Við erum enn að skoða valmöguleikana og fyrst ræði ég við mitt fólk. Enn sem komið hef ég ekki talað við fulltrúa annarra flokka um starf,“ segir hún á öðrum tímanum í dag.

Sósíalistar bættu við sig borgarfulltrúa og segir Sanna að velferðarmálin séu orðinn stærri málaflokkur. „Við héldum áfram með okkar áherslur og borgarbúar kölluðu eftir meiri velferð og húsnæðismálin eru hluti af því, við töluðum um velferðina, fátækt og jöfnuð og það sem heldur fólki vakandi á nóttunni en ekki hefðbundin skipulagsmál,“ segir Sanna.

„Við bara héldum okkar striki og gerum það áfram, við höfum alltaf verið skýr á þessu og þess vegna bættum við fylgið.“