Innlent

Sandra víkur sæti eftir kröfu Jóns Steinars

Jón Steinar Gunnlaugsson fór fram á að Sandra Baldvinsdóttir víki sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hefur höfðað gegn honum.

Bók Jóns Steinars hefur valdið miklu fjaðrafoki í réttarkerfinu. Fréttablaðið/Ernir

Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara.

Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness klukkan hálf þrjú í dag, þar sem fram kom að ástæður stefnda, Jóns Steinars, til að draga hæfi dómara í efa, séu réttmætar. Dómari víki því sæti í málinu.

Jón Steinar taldi Söndru vanhæfa í málinu þar sem hún sat í stjórn Dómarafélags Íslands, og gerði ekki athugasemdir við ummæli Skúla Magnússonar, þáverandi formanns félagsins, á aðalfundi þess. Skúli sagði meðal annars að afskipti Jóns Steinars af dómsmáli meðan hann var hæstaréttardómari hafi verið skýrt brot á siðareglum dómara. 

Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í málinu. 

Bók Jóns Steinars, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar, var einnig til umfjöllunar á aðalfundi Dómarafélagsins, en bókin er einmitt ástæða meiðyrðamáls Benedikts á hendur Jóni Steinari.  Benedikt segir að alvarlegar ásakanir séu settar fram á hendur sér í bókinni, þar sem hann sé meðal annars sakaður um dómsmorð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Dómari stefnir Jóni Steinari fyrir meiðyrði

Fjölmiðlar

Fordæmdi fréttir um dómara

Lögreglumál

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Auglýsing

Nýjast

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Djakarta sekkur í hafið á methraða

Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu

Tókst að reka grind­hvalina úr friðinum

Henti sér út í til að hjálpa hvalnum

Auglýsing