Innlent

Sandra víkur sæti eftir kröfu Jóns Steinars

Jón Steinar Gunnlaugsson fór fram á að Sandra Baldvinsdóttir víki sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hefur höfðað gegn honum.

Bók Jóns Steinars hefur valdið miklu fjaðrafoki í réttarkerfinu. Fréttablaðið/Ernir

Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara.

Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness klukkan hálf þrjú í dag, þar sem fram kom að ástæður stefnda, Jóns Steinars, til að draga hæfi dómara í efa, séu réttmætar. Dómari víki því sæti í málinu.

Jón Steinar taldi Söndru vanhæfa í málinu þar sem hún sat í stjórn Dómarafélags Íslands, og gerði ekki athugasemdir við ummæli Skúla Magnússonar, þáverandi formanns félagsins, á aðalfundi þess. Skúli sagði meðal annars að afskipti Jóns Steinars af dómsmáli meðan hann var hæstaréttardómari hafi verið skýrt brot á siðareglum dómara. 

Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í málinu. 

Bók Jóns Steinars, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar, var einnig til umfjöllunar á aðalfundi Dómarafélagsins, en bókin er einmitt ástæða meiðyrðamáls Benedikts á hendur Jóni Steinari.  Benedikt segir að alvarlegar ásakanir séu settar fram á hendur sér í bókinni, þar sem hann sé meðal annars sakaður um dómsmorð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Dómari stefnir Jóni Steinari fyrir meiðyrði

Fjölmiðlar

Fordæmdi fréttir um dómara

Innlent

Lilja vill auka aðsókn í kennaranám og lítur til Finnlands

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ekki unnt að senda þyrlu vegna skerts hvíldar­tíma

Innlent

Ekki leitað á morgun sökum veðurs

Innlent

Tveir teknir án réttinda með fíkniefni

Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Bandaríkin

Heitir „hörðustu refsiaðgerðum sögunnar“ gegn Íran

Innlent

Úrskurðuð látin eftir slys á Villinga­vatni

Auglýsing