Guð­ný Ingi­björg Einars­dóttir, grunn­skóla­kennari, sem sér um kennslu á tví­banda­prjóni hjá Heimilis­iðnaðar­fé­lagi Ís­lands, segir dá­sam­legt að hafa séð vettlinga öldungar­deildar­þing­mannsins Berni­e Sanders á setningar­at­höfn Joe Biden fyrr í dag. Ljóst sé að þar sé ís­lensk lopa­peysa á ferðinni.

Vettlingarnir hafa vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum en Vogu­e greinir frá því að Sanders hafi fengið þá að gjöf frá kennaranum Jen Ellis, sem er frá Ver­mont líkt og Sanders. Þar segir enn­fremur að hanskarnir séu gerðir úr endur­nýttri ull úr peysum og ullin saumuð saman við flís úr endur­nýttum plast­flöskum.

„Þetta eru nú bara geggjaðir vettlingar,“ segir Guð­ný í sam­tali við Frétta­blaðið. „Þetta er trú­lega endur­nýtt lopa­peysa á handar­bakinu. Í lófanum virðist vera ein­hvers­konar önnur peysa, blá á litinn og þetta er saumaðir vettlingar. Svo er hann með annan vettling á þumlinum, þannig þetta er al­gjör endur­nýting eins og hún gerist lang­flottust,“ segir Guð­ný létt í bragði.

Guðný segist vera yfir sig hrifin af vettlingum Sanders.
Fréttablaðið/AFP
Guðný segir að endurvinnslan á efni hanskanna sé til fyrirmyndar.
Mynd/Facebook
Guðný segir ekkert mál að prjóna slíka vettlinga.
Fréttablaðið/Getty

Eins og Sanders sé að taka bensín í Ártúnsbrekku

„Þetta eru bara klassa­vettlingar og þetta er allt saman­saumað. En handar­bakið er bara klassískt ís­lenskt lopa­peysu­munstur og gæti verið endur­nýtt ís­lensk lopa­peysa.“

Hún segir að um sé að ræða rosa­legan sam­tíning. „Ef þú horfir á vettlinginn og horfir á beru­stykkið á ís­lenskri lopa­peysu, þar sem ermin er sett á, sérðu ekki munstrið fyrir þér?“ spyr hún.

Vettlingarnir hafa líka vakið athygli Íslendinga:

Að­spurð segir hún að það ætti að vera auð­veldur eftir­leikur fyrir ís­lenska prjónara að búa sér til líka hanska. „Þetta er klassískt átta lykkju­munstur og það væri hægt að týna það bara upp. Þetta er meira að segja kantur sem er á mörgum peysum, og þú gætir hrein­lega bara farið í hjálp­ræðis­herinn, fundið slíka peysu og prjónað þér slíka vettlinga.“

Hún segir sniðið vera standard snið í kennslu. „Þetta er það sem við kennum í grunn­skólanum, að endur­nýta og ekki henda. Þetta er bara venju­legur ein­faldur vettlingur með þumli, svo þetta er auð­velt. Gömul þófin lopa­peysa eignast nýtt líf þarna á höndunum á honum.“

NBC gerði vettlingum Sanders meðal annars skil og þá tístir hönnuðurinn einnig um vettlingana: