Sam­tökin ´78 styðja nýtt frum­varp Hönnu Katrínar Frið­riks­son og ellefu annarra þing­manna um að banna svo­kallaðar bælingar­með­ferðir með lögum.

Slíkum með­ferðum, sem yfir­leitt eru fram­kvæmdar af trúar­hópum, er ætlað að bæla niður kyn­hneigð fólks.

Sam­tökin ´78 deildu grein Hönnu Katrínar „Tíma­bært að setja bann við bælingar­með­ferðum“ sem birtist í Frétta­blaði dagsins í dag á Face­book síðu sam­takanna og skrifuðu:

„Það er sannar­lega löngu tíma­bært að setja bann við bælingar­með­ferðum (e. con­version thera­py) hér á Ís­landi, enda eru slíkar „með­ferðir“ lítið annað en of­beldi gegn hin­segin fólki.“

Ugla Stefanía Kristjönu­dóttir Jóns­dóttir, for­maður Trans Ís­land og ein þekktasta bar­áttu­kona landsins fyrir réttindum hin­segin fólks, tók undir þetta og þakkaði Hönnu Katrínu fyrir að halda málinu á lofti og koma því í far­veg.

Verði frum­varpið sam­þykkt yrðu viður­lög við því að láta full­orðinn ein­stak­ling undir­gangast bælingar­með­ferð fangelsi allt að þremur árum, og í til­felli barns fimm árum. Þetta myndi einnig gilda í þeim til­vikum þar sem farið hefur verið með börn í slíka með­ferð er­lendis. Aðilinn sem fram­kvæmir bælingar­með­ferð gæti þurft að sæta fangelsis­vistar upp að tveimur árum.

Á með­mæla­lista með frum­varpsins eru auk Hönnu Katrínu ellefu þing­menn Við­reisnar, Pírata, Sam­fylkingar, Vinstri grænna og Flokks fólksins en at­hygli vekur þar en engan þing­mann Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sóknar­flokks eða Mið­flokks að finna.