Aðal­fundur sam­taka leigj­enda, sem haldinn var 30. októ­ber, skorar á alla leigj­endur til að ganga til liðs við sam­tökin og taka þátt í löngu tíma­bærri hags­muna­bar­áttu leigj­enda og þeirra sem ekki komast inn á í­búða­markaðinn.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá sam­tökunum. Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, á veg og vanda að stofnun þeirra en hann hefur látið mál­efni hús­næðis­markaðarins sig varða að undan­förnu.

Í til­kynningu frá sam­tökunum kemur fram að staða leigj­enda sé of veik, réttindi þeirra lítil og hús­næðis­kostnaður of hár.

„Stjórn­völd upp­fylla ekki laga­skyldu sína gagn­vart leigj­endum og réttindi og efna­hags­leg staða leigj­enda á Ís­landi er miklum mun lakari en í næstu ná­granna­löndum. Að­eins leigj­endur sjálfir geta breytt þessari stöðu. Aðal­fundur Sam­taka leigj­enda hvetur því alla leigj­endur til að ganga til liðs við sam­tökin og allt rétt­sýnt fólk til að gera það sama, til stuðnings leigj­endum og hags­muna­bar­áttu þeirra,“ segir í til­kynningunni en hægt er að ganga í sam­tökin á vef­slóðinnileigj­enda­samtokin.is.

Aðal­fundurinn fól ný­kjörinni stjórn sam­takanna að undir­búa leigj­enda­þing í febrúar/mars á næsta ári og leggja fyrir það frum­varp að laga- og skipu­lags­breytingum til að styrkja sam­tökin og efla starf þeirra í þágu leigj­enda á næstu misserum. Sér­stak­lega skal horft til deilda eða sjálf­stæðra fé­laga í lands­hlutum og meðal leigj­enda til­tekinna leigu­fé­laga.

„Aðal­fundurinn fól stjórninni að fjölga fé­lögum og tengja sem flesta þeirra inn í starf sam­takanna. Fundurinn fól stjórninni að leggja fram fyrir leigj­enda­þing frum­varp að kröfu­gerð sam­takanna sem fela þarf í sér gagn­gera breytingu á leigu­markaðinum, svo hann þjóni leigj­endum en mis­noti þá ekki. Aðal­fundurinn fól nýrri stjórn að leita til verka­lýðs­fé­laga og annarra al­manna­sam­taka um fjár­hags­legan stuðning til að tryggja starf­semi Sam­taka leigj­enda. Þá fól aðal­fundurinn nýrri stjórn að efna til um­ræðu um stöðu leigj­enda, hús­næðis­markaðinn al­mennt, saman­burð við önnur lönd og hvað gera megi hér­lendis til að bæta kjör og réttindi leigj­enda,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Kosið var í stjórn og vara­stjórn sam­takanna og voru eftir­taldir ein­staklingar kjörnir:

Anita Da Silva Bjarna­dóttir, Guð­mundur Hrafn Arn­gríms­son, Guð­rún Vil­hjálms­dóttir, Gunnar Smári Egils­son, Haraldur Ingi Haralds­son, Lauf­ey Lín­dal Ólafs­dóttir, Rán Reynis­dóttir, Vil­borg Bjarka­dóttir, Yngvi Ómar Sig­hvats­son og Þór­dís Bjarn­leifs­dóttir.