Sam­tök kvenna í í­þróttum segjast harma við­brögð í­þrótta­hreyfingarinnar í máli Emilíu Rósar, en hún greindi frá því í helgar­blaði Frétta­blaðsins að hún hafi ekki fengið stuðning frá Skauta­fé­lagi Akur­eyrar eftir hún greindi frá kyn­ferðis­legri á­reitni þjálfara síns hjá fé­laginu.

„Í­þrótta­hreyfingin ber á­byrgð á því að koma í veg fyrir á­reitni innan í­þrótta. Í­þrótta­hreyfingin þarf að vera með skýrar verk­lags­reglur um hvernig skal bregðast við kyn­ferðis­legri á­reitni og of­beldi,“ segir stjórn sam­takanna í yfir­lýsingu á Face­book og segja þau að öruggt um­hverfi í í­þróttum sé mikil­vægt.

Skauta­fé­lag Akur­eyrar sendi yfir­lýsingu eftir að Emilía greindi frá brotunum þar sem fé­lagið lýsti efir stuðning við þjálfarann og sögðu að engar sannanir hafi legið fyrir um brotin. Þá leitaði Emilía til Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bands Ís­lands en þar hafi hún heldur ekki fengið neina að­stoð og var henni bent á að hún hefði átt að hafa sam­band við Barna­vernd og lög­reglu um leið og málið kom upp.

Nauðsynlegt að búa til skýrar reglur og verkferla

„Það er ekki boð­legt að þol­enda­skamma börn og segja þeim að þau hefðu átt að hafa sam­band við Barna­vernd. Það er ekki á á­byrgð þol­enda/barna að bregðast rétt við heldur er það á á­byrgð í­þrótta­hreyfingarinnar,“ segir í yfir­lýsingu sam­takanna um við­brögðin sem Emilía fékk.

Þá segir í yfir­lýsingunni að kyn­ferðis­leg á­reitni og of­beldi eigi aldrei að líðast í í­þróttum og að stjórnin kæmi til með að styðja við bakið á Emilíu sem og öllum öðrum þol­endum.

„Við hvetjum ÍSÍ, UMFÍ, Æsku­lýðs­vett­vanginn að koma saman og út­búa sam­eigin­legar, skýrar reglur og verk­ferla í þessum mála­flokki. Við hvetjum einnig öll í­þrótta­banda­lög, í­þrótta­héruð og í­þrótta­fé­lög að skoða þessi mál gaum­gæfi­lega hjá sér.“