Góð­gerða­sam­tök á vegum Karls Breta­prins fengu um eina milljón punda, rúm­lega 160 milljónir ís­lenskra króna, frá Bakr bin Laden, hálf­bróður Osama bin Laden, fyrr­verandi leið­toga hryðju­verka­sam­takanna al-Qa­ida. Þetta kemur fram í um­fjöllun The Sunday Times.

Karl, sem er fram­tíðar konungur Bret­lands, hefur sætt gagn­rýni fyrir að hafa þáð þetta fé en ráð­gjafar hans ráð­lögðu honum að taka ekki við fénu.

Í svari Clarence Hou­se, skrif­stofu Karls, segir að loka­á­kvörðun hafi verið tekin af fjár­vörslu­aðilum góð­gerða­sam­takanna, en ekki prinsinum sjálfum.

Ian Ches­hire, for­maður sam­takanna, sagði einnig að fimm fjár­vörslu­aðilar hefðu sam­þykkt fram­lagið og að allar til­raunir til að gefa annað í skyn væru villandi og ó­ná­kvæmar.

Góð­gerða­sam­tök Karls voru stofnuð árið 1979 til að breyta lífum og byggja upp sjálf­bær sam­fé­lög. Sam­tökin veita styrki til ýmissa verk­efna í Bret­landi og víða um heim.

Karl hefur staðið frammi fyrir mikilli gagn­rýni á hvernig sam­tökunum er stjórnað og við hvaða fram­lögum er tekið en í júní var greint frá því að Karl hefði tekið við poka sem inni­héldi þrjár milljónir Banda­ríkja­dollara frá Sheikh Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Katar.