Sam­tök ferða­þjónustunnar segja að taka verði til­lit til ferða­þjónustu við mat á virkjunar­kostum. Sam­tökin lýsa yfir von­brigðum sínum yfir þeim breytingum að færa vatna­svæði Héraðs­vatna og þar með jökuls­árnar í Skaga­firði úr verndar­flokk yfir í bið­flokk. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Sam­tökum ferða­þjónustunnar.

„Jökuls­árnar í Skaga­firði eru gríðar­lega mikil­vægar fyrir ferða­þjónustu í Skaga­firði og eru flúða­siglingar ein helsta undir­staða ferða­þjónustu á svæðinu,“ segir í til­kynningunni.

Sam­tökin lýsa einnig yfir von­brigðum með af­stöðu meiri­hluta um­hverfis- og sam­göngu­nefndar varðandi á­hrif vindorku­kostsins Búr­fells­lundar. „Meiri­hlutinn virðist ekki byggja af­stöðu sína um lítil á­hrif á ferða­þjónustu á neinu sér­stöku nema til­finningu. Sam­tökin telja var­huga­vert að setja Búr­fells­lund í nýtingar­flokk,“ segir í til­kynningunni.

Þá skora sam­tökin á stjórn­völd að gera ferða­þjónustunni hærra undir höfði við hags­muna­mat þegar á­kveðið er hve­nær og hvar eigi að virkja.

„SAF fagna því að meiri­hluti um­hverfis- og sam­göngu­nefndar hafi lagt til að Skrokköldu­virkjun verði tekin úr nýtingar­flokki og sett í bið. Það hefði þó verið betra ef þessi virkjunar­kostur hefði verið settur í verndar­flokk enda við jaðar stærsta þjóð­garðs Evrópu,“ segir enn fremur í til­kynningunni.

Sam­tökin skora á um­hverfis­ráð­herra að frið­lýst verði Torfa­jökuls­svæðið, Gras­haga og Sand­fell, „enda liggja svæðin í ná­grenni við vin­sælustu og mest sóttu göngu­leið landsins, Lauga­veginn.“