Samtökin '78 hlutu í dag viðurkenningu Barnaheilla - Save The Children á Íslandi árið 2018. Viðurkenninguna fá samtökin fyrir fræðslu, félagsstarf og ráðgjöf um hinsegin-málefni sem er sérstaklega sniðin að börnum og ungu fólki og fjölskyldum þeirra. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheill. „Það er ómetanlegt fyrir börn og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu sem hinsegin einstaklingar að hafa aðgang að ráðgjöf, félagslegum stuðningi og fræðslu sem samtökin veita. Það auðveldar þeim að lifa til fulls í sátt við sig sjálf eins og þau eru. Samtökin hafa verið stoð og stytta margra sem „komið hafa út úr skápnum“ og skipt sköpum í þeirra lífi sem hinsegin einstaklingar.“

Viðurkenningin er veitt ár hvert til að vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viðurkenningin var veit á Nauthóli.