Fé­lags­menn Eflingar sem starfa hjá Kópa­vogs­bæ, Sel­tjarnar­nesi, Mos­fells­bæ, Hvera­gerði og Ölfus hafa sam­þykkt kjara­samningin sem var undir­ritaður var 10. maí. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Eflingu.

Af þeim 118 sem greiddu at­kvæði um samninginn sögðu 117 eða 99,15% já. Að­eins einn greiddi at­kvæði gegn samningnum eða 0.85%. Enginn tók ekki af­stöðu.

At­kvæða­greiðslan var raf­ræn og stóð frá há­degi mánu­daginn 18. maí til há­degis í dag föstu­daginn 22. maí.

„Með þessum samningi náðust sam­bæri­legar kjara­bætur fyrir fé­lags­menn okkar sem starfa hjá Kópa­vogs­bæ, Sel­tjarnar­nesi, Mos­fells­bæ, Hvera­gerði og Ölfus og í samningum Eflingar við Rvk, ríki og Faxa­flóa­hafnir. Við hljótum að fagna því og ég er stolt af stað­festu fé­lags­manna okkar í verk­falls­að­gerðum á erfiðum tímum þar sem sam­staðan og bar­áttu­viljinn skilaði þeim sann­gjarnri leið­réttingu og betri kjörum” segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir í frétta­til­kynningunni.