Mann­réttinda­ráð Sam­einuðu þjóðanna sam­þykkti í dag á­lyktun Ís­lands og Þýska­lands um að stofnuð verði sjálf­stæð og óháð rann­sóknar­nefnd sem safna á upp­lýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga þá til á­byrgðar sem of­sótt hafa frið­sama mót­mælendur í Íran undan­farnar vikur.

Þetta kemur fram í til­kynningu á heima­síðu Stjórnar­ráðsins. Þar segir að á­lyktunin hafi verið lögð fram í tengslum við sér­stakan auka­fund mann­réttinda­ráðsins um hríð­versnandi á­stand mann­réttinda­mála í Íran sem fram fór í dag.

Á­lyktunin var borin undir at­kvæði síð­degis í dag en hún var sam­þykkt með 25 at­kvæðum, 6 greiddu at­kvæði gegn og 16 sátu hjá.

Fundurinn fór fram að beðni Ís­lands og Þýska­lands en Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra, sótti fundinn.

„Mann­réttinda­ráðið verður að bregðast við al­var­legum mann­réttinda­brotum yfir­valda í Íran. Of­beldinu verður að linna og of­beldi gegn mann­réttindum verður að linna,“ sagði Þór­dís Kol­brún í dag áður en á­lyktunin var sam­þykkt.

„Við skuldum hug­rökku konunum og stúlkunum, og allra annarra, í Íran það að stíga fast til jarðar. Fyrir konur, lífið og frelsi,“ sagði hún í ræðu sinni á fundinum.

Undan­farnar vikur hafa fjöl­menn mót­mæli geisað í Íran þar sem konur og stúlkur í broddi fylkingar hafa krafist þess að njóta grund­vallar­mann­réttinda. Stjórn­völd hafa tekið mót­mælendum af fá­dæma hörku og talið er að á fjórða hundrað hafi látið lífið síðan mót­mæla­hrinan hófst.

Hér má sjá hvernig ríki Mannréttindaráðsins greiddu atkvæði.
Mynd/Stjórnarráð Íslands