Sam­þykkt var í skóla- og frí­stunda­ráði í dag að allir leik­skólar, grunn­skólar, frí­stunda­heimili og fé­lags­mið­stöðvar setji sér á­falla­á­ætlun.

Diljá Ámunda­dóttir, borgar­full­trúi Viðreisnar, fór fyrir til­lögunni og skrifaði hana en hún er lögð fram í ráðinu af Sam­fylkingunni, Vinstri grænum, Við­reisn og Pírötum.

Sam­kvæmt til­lögunni er gert ráð fyrir því að á­ætlunin sé tengd verk­efninu Betri borg fyrir börn og að allir sem fá hlut­verk tengi­liða í leik- og grunn­skóla, náms­ráð­gjafar, deildar­stjórar í grunn­skóla og for­stöðu­menn frí­stunda­heimila og fé­lags­mið­stöðva sæki nám­skeið um börn, á­föll og sorg.

Þá verður einnig gert ráð fyrir því að öllu starfs­fólki skóla- og frí­stunda­sviðs muni standi til boða að sækja sér fræðslu, stuðning og ráð­gjöf um börn, á­föll og sorg sem hluta af starfi sínu.

„Þegar ég hóf nám með fram vinnu í sál­gæslu­fræðum við Endur­menntun Há­skóla Ís­lands fyrir einu og hálfu áru fór ég að fá fyrir­spurnir frá kennurum, leik­skóla­starfs­fólki og starfs­fólki frí­stunda­heimila og fé­lags­mið­stöðva um hvernig þau ættu að nálgast börn og ung­menni sem höfðu ný­lega orðið fyrir á­falli og missi eða for­eldri greinst með al­var­legan sjúk­dóm. Þau höfðu þörf fyrir ein­hver verk­færi til að geta veitt börnum stuðning í gegnum erfiða tíma,“ segir Diljá í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hún segir að mikil­vægt sé að bregðast við þessu því fjöldi rann­sókna sýni að sterk tengsl eru á milli á­falla í æsku, geð­heilsu­vanda, heilsu­brests og skertrar getu til að takast á við á­skoranir dag­legs lífs á full­orðins­árum.

„Það er því mikil­vægt að styðja við börn sem verða fyrir á­föllum og koma í veg fyrir á­föll þar sem því er við komið,“ segir Diljá en í bókun við fundar­gerðina kemur fram að sam­kvæmt rann­sóknum upp­lifi um 60 prósent barna ein­hvers konar á­fall eða á­föll frá 0 til 18 ára aldurs.

„Barn í sorg eða með ein­hvers konar á­falla­streitu getur illa ein­beitt sér að námi. Því er mikil­vægt að starfs­fólk Skóla og frí­stunda­sviðs í Reykja­vík fái stuðning, fræðslu og ráð­gjöf til að mæta þeim börnum sem þurfa á að halda hvort sem þau eru í leik- grunn­skóla eða frí­stunda­starfi. Ein­stak­lings­miðaður stuðningur er ein­mitt það sem gera á í verk­efninu Betri borg fyrir börn, og því mikil­vægt að flétta á­falla­á­ætlun og fræðslu inn í þá vinnu og inn­leiðingu.“