Félagar í stéttarfélaginu Eflingu hafa samþykkt tvær nýjar verkfallsboðanir í atkvæðagreiðslum sem luku klukkan 18 í kvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að samþykki fyrir aðgerðum meðal bílstjóra og hótelstarfsmanna innan félagsins verið meira en 80 prósent í atkvæðagreiðslunum tveimur. Á kjörskrá voru alls 561.

Verkföll Eflingar á Íslandshótelunum hófust á hádegi í dag en hjá hótelunum starfa um 300 meðlimir Eflingar.