Borgar­ráð sam­þykkti á fundi sínum í dag að skoða mögu­leikann á því að setja upp far­þega­ferju á Esju.

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri lagði til­löguna fram og kusu allir full­trúar meiri­hlutans með henni. Full­trúar Sjálf­stæðis­flokksins og Sósíal­ista­flokksins sátu hjá en Líf Magneu­dóttir, á­heyrnar­full­trúi Vinstri grænna í Borgar­ráði, varaði við hug­myndinni.

Í bókun borgar­ráðs­full­trúa Sam­fylkingarinnar, Fram­sóknar­flokks, Pírata og Við­reisnar, segir að um er að ræða hug­mynd um far­þega­ferju í Esju­hlíðum til að bæta að­gengi og upp­lifun að fjallinu. Slíkar ferjur eru vin­sælir á­fanga­staðir ferða­fólks víða um heim. Hér er borgar­ráð að sam­þykkja að kanna for­sendur verk­efnisins, að um­hverfis- og skipu­lags­svið skoði skipu­lags­þáttinn og eigna­skrif­stofan kanni af­stöðu ríkisins sem land­eig­anda. Verði niður­staða þeirra at­hugana að halda á­fram með verk­efnið verður aug­lýst eftir á­huga­sömum aðilum sem myndu þá ráðast í gerð um­hverfis­mats, hönnunar, fjár­mögnunar og reksturs. Endan­leg á­kvörðun um það ræðst hins vegar af niður­stöðum skipu­lags­vinnu og þess um­sagnar- og sam­ráðs­ferlis sem fram færi sam­hliða.

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri lagði fram tillöguna og kaus meirihlutinn með henni.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Hér er um stórt á­lita­mál að ræða“

Borgar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæðis­flokksins sögðu að komi far­þega­ferja til fram­kvæmda er mikil­vægt að vandað verði til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að um­hverfi og náttúru og þess gætt að nei­kvæð um­hverfis­á­hrif og rask verði sem minnst.

Líf Magneu­dóttir, á­heyrnar­full­trúi Vinstri grænna, segir þó í bókun sinni að kláfurinn muni hafa varan­leg sjón­ræn á­hrif á Esjuna.

„Hér er um stórt á­lita­mál að ræða. Taka verður af­stöðu til margra flókinna spurninga m.a. um að­gengi allra að náttúrunni, um verð­mæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að fram­kvæmdin, ef skyn­sam­leg þykir, sé unnin af einka­aðilum. Fram­kvæmd sem þessi hlyti að hafa marg­háttuð á­hrif á um­ferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildar­á­hrifin, s.s. af­leiðingar aukinnar um­ferðar, á­skoranir varðandi öryggis­mál o.fl. Einnig liggur ekki fyrir hvort aðrir staðir í ná­grenni Reykja­víkur kunni að vera heppi­legri en Esjan fyrir kláf. Þá ber að at­huga að fram­kvæmdin á eftir að hafa varan­leg sjón­ræn á­hrif á á­sýnd Esjunnar,“ segir í bókuninni