Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að flýta vinnu frumdraga fyrir leið D Borgarlínu og verða þau send til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Málið var lagt fram af Söru Dögg Svanhildardóttur, oddvita Garðabæjarlistans.

Leið D er ekki á dagskrá framkvæmda við Borgarlínu fyrr en 2027. Verði tillagan um flýtimeðferð samþykkt má búast við að gerð frumdraga að leið D hefjist í ár eða því næsta. Því gætu framkvæmdir hafist 4 til 5 árum fyrr, fáist fjármagn til verksins.

„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa að vera tánum og fylgja því vel eftir að framkvæmdir vegna Borgarlínu gangi eins hratt og örugglega og kostur er fyrir sig. Hér eru miklir hagsmunir undir fyrir þessi sveitarfélög og því er mjög miklvægt að þrýsta á að hraða framkvæmdum,“ segir Sara Dögg.

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans.